Fréttir

Risahelgi á Jakanum um helgina

Körfubolti | 19.02.2013
Stelpurnar verða í baráttunni
Stelpurnar verða í baráttunni

Það er óhætt að segja að um risakörfuboltahelgi verði að ræða hér heima um helgina. Keppt verður í fjórum flokkum. 11.flokk KFÍ gegn Njarðvík, unglingaflokkur KFÍ gegn Njarðvík, meistaraflokkur karla gegn Njarðvík, KFÍ-b gegn Haukum-b og svo tekur meistaraflokkur kvenna á móti liði Laugdæla.

 

Leikirnir eru á laugardag og sunnudag og hér fyrir neðan er tímasetning á leikjunum. Við hvetjum alla að koma og sjá þessa veislu.

 

Laugardagur 23. febrúar

13.00 KFÍ - Laugdælir í 1. deild kvenna

15.00 KFÍ - Njarðvík í unglingaflokki karla

17.00 KFÍ-b - Haukar-b í B-liða deild karla

 

Sunnudagur 24. febrúar

16.00 KFÍ - Njarðvík í bikarkeppni 11. flokks karla

19.15 KFÍ - Njarðvík í Domino's deild karla

 

Áfram KFÍ

Deila