Fréttir

Sætur sigur í Sandgerði

Körfubolti | 22.01.2016
Gunnlaugur Gunnlaugsson í  fyrri  leik liðanna hér heima í haust. Gulli átti góðan leik í kvöld með 100% nýtingu í skotum utan af velli. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.
Gunnlaugur Gunnlaugsson í fyrri leik liðanna hér heima í haust. Gulli átti góðan leik í kvöld með 100% nýtingu í skotum utan af velli. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.

Rétt í þessu lagði KFÍ (KKD Vestra) Reyni í Sandgerði í 1. deild karla 62-116. KFÍ hafði undirtökin allan leikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Þetta var góður liðssigur þar sem allir lögðu sitt af mörkum og komust allir leikmenn KFÍ á blað í stigaskori. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir KFÍ til að bægja falldraugnum frá.

 

Pance var stigahæstur í liði KFÍ með 21 stig og 4 fráköst. Næstur kom Birgir Björn með 20 stig og 9 fráköst. Kjartan skoraði 14 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Gunnlaugur skoraði 12 stig og var með 100% nýtingu í skotum utan af velli. Nebojsa spilaði aðeins rúmar 26 mínútur en skoraði 11 stig og var hársbreidd frá þrennu því hann tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Florian skoraði 9 stig og tók 11 fráköst, Nökkvi skoraði einnig 9 stig og tók 4 fráköst.  Björn Ágúst átti fína innkomu í síðasta fjórðungi og skoraði 8 stig. Daníel Midgley skoraði 5 stig, Daníel Freyr 4 stig og gaf 4 stoðsendingar. En það var þjálfarinn sjálfur, Birgir Örn,  sem rak lestina í stigaskorinu með  3 stig og 3 fráköst – geri aðrir betur á fimmtugsaldri.

 

Flottur og bráðnauðsynlegur sigur. Áfram KFÍ!

 

Ítarlega tölfræði má nálgast á vefsíðu KKÍ.

Deila