Fréttir

Sævaldur er vinsæll hjá KFÍ í dag

Körfubolti | 02.11.2010
Sævaldur að draga í keppnina. Mynd kki.is
Sævaldur að draga í keppnina. Mynd kki.is
Sævaldur Bjarnason þjálfari Breiðabliks er vinsæll hjá KFÍ í dag. Hann dró í 16 liða bikarkeppni KKÍ og öll fjögur lið okkar fengu heimaleik. Það er því mikill sparnaður hjá félaginu og puttar Sævaldar beðnir að vera áfram í keramík skálinni góðu. Stúlknaflokkur er síðan beint í 8 liða úrslit þar sem jafnmörg lið eru skráð til leiks. Farið verður í það næstu daga að dagsetja leikina.

Hérna er drátturinn:

9. flokkur drengja KFÍ-KR-b
Drengjaflokkur KFÍ-ÍR
Unglingaflokkur KFÍ-Grindavík
9.flokkur stúlkna KFÍ-SnæfellDeila