Á laugardaginn kemur stendur KFÍ fyrir skemmtilegu móti í íþróttahúsinu í Bolungarvík fyrir börn í 1.-4. bekk. Mótið hefst kl. 11 og stendur væntanlega til 12.30. Við hvetjum iðkendur KFÍ til að bjóða vinum með sér því öll börn á þessum aldri eru að sjálfsögðu velkomin. Boðið verður upp á hressingu og allir fara heim með verðlaun í mótslok.
Með mótinu lýkur vetraræfingum félagsins í Bolungarvík en myndarlegur hópur barna á þessum aldri hefur sótt laugardagsæfingarnar þar í vetur. Æfingarnar hafa verið tvískiptar, annarsvegar 1.-2. bekkur og hinsvegar 3.-4. bekkur og má merkja greinilegar framfarir eftir veturinn þótt aðeins hafi verið æft einu sinni í viku. Það voru Shiran Þórisson, Pance Ilievski og Florijan Jovanov sem höfðu veg og vanda að æfingunum en þeir eru allir í þjálfarateymi KFÍ. Pance og Florijan eru leikmenn meistaraflokks karla.
Sjáumst á laugardag!
Deila