Fréttir

Síðasti leikur ársins Vestri – ÍA

Körfubolti | 15.12.2016
Vestramenn hafa verið að spila vel undanfarið og sigrað tvo leiki í röð. Nú er komið að þeim þriðja!
Vestramenn hafa verið að spila vel undanfarið og sigrað tvo leiki í röð. Nú er komið að þeim þriðja!

Á morgun föstudag fer fram lokaleikur meistaraflokks Vestra í körfubolta á þessu ári. Mótherjinn í þessum leik er ÍA en liðin hafa mæst einu sinni á yfirstandandi tímabili og þá höfðu okkar menn sigur á útivelli. Leikir þessara liða hafa undanfarin ár verið mjög jafnir og spennandi og því veitir ekki af stuðningi hér á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Vestramenn hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru staðráðnir í að bæta þeim þriðja við áður en haldið er í jólafrí. Með sigrunum tveimur hefur Vestri galopnað keppnina um sæti í úrslitakeppninni, það er því til mikils að vinna á morgun að festa þá stöðu enn betur í sessi.

Fyrir leikinn verður boðið upp á grillaða hamborgara að hætti hússins svo enginn þarf að hafa áhyggur af matseld.

Við hvetjum alla Ísfirðinga og nærsveitarmenn til að mæta og hvetja strákana. Þeir sem ekki búa á svæðinu geta fylgst með leiknum á Jakinn-TV.

Áfram Vestri!

Deila