KFÍ voru rétt í þessu að leggja Hamar að velli 86-83 í æsispennandi leik. Þetta var mjög skemmtileg rimma á milli liða sem urðu að fá tvö stig, en þennan daginn var það KFÍ sem spilaði betur og unnu sanngjarna þriggja stiga sigur.
Það sem landaði þessum sigri var liðsheild, vörn og hungur í sigur og þar með höfum við unnið tvo heimaleiki í röð og menn farnir að kunna betur inn á hvern annan. Nú er bara að byggja á þessu. Í pottinum eru átta stig og þau viljum við fá.
Næsti leikur er einnig heima gegn Fjölni næsta fimmtudag 24. febrúar kl. 19.15. Nú verða allir að koma og hjálpa okkur að landa sigri.