Körfubolti | 07.10.2010
Rúmlega 400 manns komu á leikinn.
Það var hart barist í byrjun leiks í kvöld og það hefði mátt halda að bæði lið hefðu ákveðið fyrirfram að vera ekkert að stinga hvort annað af. Allir leikmenn beggja liða voru að henda sér á bolta í láði og á lofti og baráttan til fyrirmyndar. Tölurnar voru 17-14, 18-18, 23-25, 28-28 og svo loks jafnt í hálfleik 36-36
Ef að Tindastóll hélt að þetta myndi halda áfram svona þá varð það algjör misskilningur. Edin byrjaði seinni hálfleikinn á að verja 3 skot á fyrstu mínútunni og fór leikurinn úr 36-36 í 48-36 á þrem mínútum. Vörnin hjá KFÍ frábær og þar sást liðsheildin hjá strákunum, þar sem allir sem komu við sögu spiluðu fyrir hvern annan og áhorfendur sem voru rúmlega 400 voru sjötti maðurinn sem alltaf er talað um. Staðan eftir þetta fór í 68-48 og þar með má segja að Tindastólsstrákarnir hafi mistt trúna á að þeir gætu unnið leikinn. Að vísu komust þeir í 50-44, en þá spýttu KFÍ strákarnir í lófana og fóru í 61-52 sem var staðan þegar einn leikhluti var eftir.
Fjórði leikhlutinn fór í 76-56 eftir fimm mínútna leik og flestir drengjanna úr Tindastóll í villuvandræðum, en þeir fengu í allt 32 villur á sig og margar þeirra klaufa villur eftir pirring. Leikurinn endaði 85-70 og öruggur sigur KFÍ í höfn og mikilli pressu lyft af þeim þar sem þeir vildu allir sanna sig og það gerðu þeir svo sannarlega.
Það er ekki sanngjarnt að taka neinn einn úr hópnum og stimla hann bestan í kvöld, en þeir Edin, Darco, Pance, Carl, Ari,
Daði, Nebojsa og Craig voru frábærir. En það verður samt að viðurkennast að Nebojsa og Craig fóru fyrir okkar strákum í kvöld. Craig var með 13 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar á rúmum þrjátíu mínútum og Nebojsa steig upp og var stigahæstur okkar manna með 17 sig. Ari skaut okkur í gang með þremur þristum á tveim mínútum og Edin blokkaði þrjú skot á einni mínútu og skoraði 12 stig. Daði saug sig á leikstjórnanda Tindastóls og stóð sig frábærlega og endaði með 7 stig. Carl "stökkmús" Josey var á annari hæð og var frábær með 14 stig. Darco var óheppinn, var í villuvandræðum en skoraði samt 5 stig á níu mínútum. Pance var flottur í vörn og skoraði 4 stig. Allir fengu að spila og gladdi það áhorfendur okkar mjög.
Við viljum þakka öllum sem komu á leikinn sérstaklega fyrir og þeir fjölmörgu sem settu upp leikinn og unnu að honum fá klapp. klapp og KLAPP. án þeirra værum við ekki starfandi. Það voru rúmlega 1300 manns sem fóru á vefinn hjá okkur á meðan við vorum í beinni útsendingu og viljum við nota tækifærið og þakka Fjölni Baldurssyni og Sturlu Stígssyni kærlega fyrir að vera okkar menn í útsendingunni. Án þeirra hefði þetta ekki heppnast svona vel.
Nú er bara að byggja á þessu, þetta er bara einn af fjölmörgu leikjum í vetur og þetta er verkefni sem við teljum í hænuskrefum. Nú er næsta verkefni framundan. Það eru vinir okkar frá Grindavík á sunnudagskvöld. Við bjóðum góða nótt og þökkum enn og aftur fyrir okkur
Dómarar leiksins þeir Björgvin Rúnarsson og Davíð Tómasson voru frábærir í kvöld. Þeir settu línuna snemma og héldu því út leikinn.
Tölfræðin úr leiknum |
Myndir úr leiknum
Deila