Fréttir

Sigur gegn Breiðablik

Körfubolti | 17.02.2013
Systurnar klárar
Systurnar klárar

Meistaraflokkur kvenna vann Breiðablik naumlega í hörkuleik 62-61.

 

Gestirnir byrjuðu leikinn mjög ákveðnir og komust í 7-2 í upphafi leiks og voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum.  Ísdrottningarnar værukærar og ekki alveg með á nótunum og staðan eftir fyrsta fjórðung 9-14 Breiðablik í vil.

 

Annar fjórðungur var verulega sveiflukenndur.  KFÍ náði góðum kafla og breytir stöðunni úr 15-19 í 25-19, 10 stig í röð.  Þá klárar Breiðablik fjórðunginn með 13-3 kafla og hafa forystu í hálfleik 32-28.

 

Sama þróun var síðan í síðari hálfleik, stigin komu í kippum, KFÍ kemst í 41-34 og síðan 50-40 í lok fjórðungsins og héldu áhorfendur að þetta væri komið, stúlkurnar að spila vel og voru í raun með öll völd á leiknum.

 

Kópavogsmeyjar voru ekki alveg sammála og með mikilli og góðri baráttu minnkuðu þær muninn ítrekað í 1 stig og voru lokamínúturnar æsispennandi og stefndi í framlengingu því KFÍ hafði þriggja stiga forystu og lítið eftir og leikhlé.  Það er orðinn hefð að gestir á Jakanum jafni í þessari stöðu en að þessu sinni var brotið á andstæðingnum og þær sendar á línuna og endaði leikurinn í vítakeppni sem KFÍ vann, lokatölur 62-61 eftir að Breiðablik setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið hljómaði.

 

Hörkuleikur og bæði lið spiluðu fínan körfubölta.  Breiðablik með ungt, baráttuglatt og mjög efnilegt lið sem spilað góðan liðsbolta en mættu sterku KFÍ liði sem hafði sigur þó tæpur hafi verið.

 

Tölfræði leiksins má finna hér en helstu tölur voru:

 

KFÍ

Eva Kristjánsdóttir, 22 stig, 10 fráköst

Brittany Schoen, 19, stig, 9 stolnir, 7 stoðir.

Stefanía Ásmundsdóttir, 13 stig, 8 fráköst

Anna Soffía Sigurlaugsdóttir, 4 stig, 11 fráköst

Vera Óðinsdóttir, 4 stig, 4 fráköst

Málfríður Helgadóttir 0 stig, 2 stoðir

Rósa Överby 0 stig

Linda Kristjánsdóttir, 0 stig, 1 frákast

Marelle Maekelle 0 stig, 2 fráköst

 

Breiðablik

Birna Eiríksdóttir 18 stig, 6 fráköst

Elena Sigurbjörnsdóttir 11 stig, 7 fráköst

Aníta Árnadóttir 9 stig, 4 fráköst

Kristjbjörg Pálsdóttir 9 stig, 4 fráköst

Ingnn Kristjánsdóttir 6 stig, 9 fráköst

Sæunn Sæmundsdóttir 4 stig, 3 stolnir

Helga Hrund 4 stig, 1 frákast

Guðrún Bjarnadóttir 2 stig, 2 fráköst

Elín Karlsdóttir 0 stig

Hildur Sigfúsdóttir 0 stig

 

 

Deila