Fréttir

Sigur hjá Drengjaflokki gegn FSU

Körfubolti | 18.10.2009
Drengjaflokkur KFÍ
Drengjaflokkur KFÍ
Fyrr í dag sigruðu piltarnir okkar í drengjaflokki FSU 52-57 í miklum baráttuleik. Íþróttaakademían á Ísafirði hafði sem sagt betur gegn akademíunni á Selfossi. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Eftir fyrsta fjórðung var FSU með eins stigs forskot, í hálfleik vorum við með 4 stig forskot, eftir þrjá leikhluta var forysta okkar 1 stig en svo 5 stig í restina. Leikurinn einkenndist af hörðum leik, varnir voru stíft spilaðar og töluvert dæmt af villum. Við missum Leó og Nonna út af með 5 villur, Gumma einnig vísað af velli, liðið komið 2 stigum undir í stöðunni 52-50 en sýnir mikinn styrk og skorar síðustu 7 stig leiksins. Frábær sigur á erfiðum útivelli.

Stigin í leiknum:
Gummi 17, 10-7 í vítum
Florijan 14, 4-3, 1 þriggja
Óskar 7, 2-1 í vítum
Leó 6, 2-2
Jón Kristinn 6, 2-0 í vítum, 1 þriggja
Sævar 3, 1 þriggja
Hákon 3, 2-1 í vítum
Guðni 1, 1-1 í vítum
Sigmundur 0,2-0 í vítum

Niðurstaða helgarinnar er því 2 góðir sigrar sem verður að teljast mjög gott en liðið lék án Hermanns Hermannssonar sem lá heima lasinn og eins lék Stefán Díegó ekki leikinn gegn FSU. Deila