Það var fjör í Höllinni á Akureyri á gærkvöld þegar við öttum kappi við lærlinga Nebo vinar okkar úr Þór. Það var augljóst að þetta lið var alt annað en sótti okkur heim í haust og drengirnir frá Akureyri veittu okkur harða keppni og fór leikurinn í framlengingu 97-97, en þó eftir algjört klæður af okar hálfu þar sem við misstum niður 12 stiga forskot síðustu tvær mínúturnar og jösfnuðu þeir metin. Við áttum þó síðasta skotið til að klára leikinn, en það geigaði og fimm mínútna framlenging framundan og allt flæði með Þórsurum. Það var þó ljóst frá fyrstu mínútunni þar að strákarnir okkar voru meira tilbúnir í að taka leikinn og það varð raunin. Lokatölur 113-104 í stórskemmtilegum leik.
Í byrjun leiks voru okkar strákar enn með lappirnar í bílnum og fætur virkuðu þungar í vörn, en sóknin var á sínum stað og kom Hlynur Hreins tilbúinn inn á og lét strax að sér kveða og gerði 7 stig. Jafn á öllum tölum, en Þór með yfirhöndina eftir 1. leikhluta, staðan 30-28 og mikið fjör.
Áfram var jafn leikur í þeim þriðja og leiddu liðin til skiptis og voru mörg frábær tilþrif sýnd í vörn og sókn beggja liða Þegar haldið var í djúsherbergið í hálfleik var staðan 49-50 og ljóst að þetta yrði hraður og flottur leikur.
Í seinni hálfleik byrjuði Ísdrengirnir að herða tökin en þó aldrei þannig að Þór væri langt undan. Mest náðum við 9 stiga forskoti um miðjan leikhlutann en norðanmenn komu alltaf til baka sterkir. Við höfðum þó 6 stiga forskot þegar haldið var í síðasta leikhluta, staðan 69-75 og menn á því að þetta væri allt að smella saman.
Við komust í 73-85 og 82-95 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum, en þá var eins og okkar drengir hafi haldið að þetta væri komið og Þórsarar myndu bara dást að okkur, n svo var alls ekkiað gerast. Með Eric Palm sjóðheitan í broddi fylkingar komu Þórsarar brjálaðir til baka og náðu 15-2 lokakafla og komu þeir sér þar með í framlengingu. Þarna var Craig kominn á bekkinn fræga með 5 villur og fór um menn. En þar kom Hlynur enn inn sterkur og leiddi okkur áfram. Ari tók stjórn á okkar mönnum og fór mikinn ásamt Jón, Edin, Hlyn og Chris og kláruðu þeir leikinn og silgdu okkur í höfn. Lokatölur sem áður er skrifað 104-113 og fögnuður mikill enda voru Þórsarar ekki auðunnir í kvöld og eru á góðu skriði.
Stig KFÍ. Edin átti stótleik og var með 34 stig og 12 fráköst, Chris var með tröllatvennu 30 stig og 21 fráköst og varði 2 skot alveg svakalega. Ari heldur áfram að spila frábærlega og endaði með 20 stig (4/8 í þriggja og 4/4 í vítum). Kristján Pétur 9 stig og 5 fráköst. Craig 10 stig 7 stoðsendingar og 5 stolna. Hlynur steig heldur betur upp og var með 7 stig og 3 stosendingar. Jón Hrafn 3 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar og Leó átti góða innkomu.
Þreytt en ávallt jafn gaman að segja frá þá var þetta vinnusigur og liðsheild og er það sem sigrar leikina á endanum.
Deila