KFÍ lagði Njarðvíkinga af velli nú fyrr í kvöld 102-97. Leikurinn var hnífjafn í byrjun og skiptust liðin á að leiða. Um miðjan annan leikhluta nær KFÍ svo forustunni 40-53 og lét hana aldrei af hendi eftir það. Mestur varð munurinn 13 stig í fjórða leikhluta og náðu Njarðvíkingar aldrei að brúa það bil þrátt fyrir skæðadrífu af þriggjastiga körfum í lokin.
Bestur hjá KFÍ var Richard McNutt sem setti 21 stig á einungis 19 mínútum í tvímælalaust sínum besta leik í KFÍ búning. Annars mættu strákarnir til leiks eftir að vera straujaðir í Keflavík. Þeir sýndu að þegar þeir spila sem lið eiga þeir verðskuldað að vera í deild þeirra bestu. Það var gaman að sjá alla leikmennina berjast saman og þá var enginn munur á þeim sem voru inn á hverju sinni eða þeirra sem voru á bekknum.