Fréttir

Sigur í síðasta leiknum

Körfubolti | 12.09.2010
Craig var stigahæstur og var sjóðandi heitur
Craig var stigahæstur og var sjóðandi heitur
Það voru þreyttir drengir sem komu til Þorlákshafnar í gær það sem síðasti leikurinn í æfingaferð okkar suður. Leikurinn var kl. 16.00 og vorum við komnir um tuttugu mínútum fyrir leik. Daði sat þennan leik af sér þar sem hann á við ökklameiðsl að stríða og vorum við því átta eftir og voru þeir hálf framlágir í upphitun enda var þetta þriðji leikurinn á innan við sólarhring.

Þórsarar byrjuðu leikinn mjög vel og voru að hitta frábærlega og náðu yfirhöndinni strax og komust í 27-16 og 31-18 og fyrsti leikhluti endaði 36-27.

Annar leikhluti byrjaði svipað og var staðan 43-35 eftir fjögurra mínútna leik, en þá snerist leikurinn við og með Sigmund og Gaut inn á tókum við á varnarleiknum, fengum mörg hraðaupplaup og snérum leiknum og staðan þegar gengið var til leikhlés var 46-53. 

Í þriðja leikhluta héldum við áfram að spila hraðan bolta, og flaut boltinn vel þannig að opin færi mynduðust með flottum körfum.  Meðal annars settum við sjö þriggja stiga körfur úr átta skotum. BJ skipti ört inn á og allir léku vel. Og fórum við upp í nítján stiga forskot 59-78.

Í fjórða leikhluta var leikgleðin í fyrirrúmi og mórallinn í liðinu til fyrirmyndar. Gaman var að sjá hvernig eldri og reyndari leikmennirnir tóku þá Gaut og Sigmund upp á sína arma, leiðbeindu þeim og hvöttu óspart áfram, enda áttu þeir mjög góðan leik og spiluðu um sextán mínútur hvor. Leikurinn endaði 91-104 og þar með voru tveir sigrar og eitt tap staðreynd.

Það voru allir mjög góðir í þessum leik en Ari Gylfason fann sig vel og var að öðrum ólöstuðum "maðurinn".

Þessir leikir voru fyrst og fremst settir upp til að slípa saman hópinn og læra inn á hvern annan. BJ er með margar áherslubreytingar og er gaman að sjá hvernig hann nær til strákanna. Leikgleðin var til fyrirmyndar alla þessa leiki og allir strákarnir að ná vel saman innan sem utan vallar.

Stigin skiptust þannig. Craig 27, Carl 19, Ari 16, Nebojsa 14, Darco 13, Pance 13, Sigmundur 2, Og Gautur var með 8 fráköst.

Við viljum nota tækifærið og þakka Skallagrím, KR og Þór,Þorlákshöfn fyrir höfðinglegar móttökur.

Og einnig viljum við þakka fiskvinnslunni Íslandssögu og veitingastaðnum Thai Koon kærlega fyrir að styðja okkur til að geta farið í þessa æfinga- og ævintýraferð !! Deila