Fréttir

Sigur og tap hjá 11.flokk drengja

Körfubolti | 12.11.2012
Strákarnir flottir
Strákarnir flottir

Strákarnir í 11.flokk voru heima með fjölliðamót og að þessu sinni voru þau þrjú liðin sem kepptu. Það voru auk okkar drengja lið ÍR og Skallagríms.

 

Fyrri leikur okkar var gegn ÍR og voru sunnandrengir ögn sterkari og tóku þanna slag 53-72.

 

Stig KFÍ. Dagbjartur 27 stig, Haukur 13, Hákon Ari 8 stig, Helgi 4, Óskar 2 stig, Andri 2 stig.

 

Seinni leikurinn var gegn liði Skallagrím og var það hörkurimma sem Haukur tók stigin á línunni í blálokin, en strákarnir spiluðu þennan leik vel saman. Lokatölur 47-46.

 

Stig KFÍ. Haukur 13 stig, Hákon Ari 12,  Helgi 9 stig, Kjartan Elí 6 stig, Dagbjartur 5 stig, Óskar 2 stig.

 

ÍR tapaði svo fyrir Skallagrím 56-59 þannig að þetta var hörkuspennandi riðill sem hér var spilaður og strákarnir í framför.

 

Áfram KFÍ.

Deila