Fréttir

Sigur og tap hjá unglingaflokki

Körfubolti | 14.11.2016

Unglingaflokkur karla hélt suður með sjó á helginni og lék tvo leiki.

Á laugardaginn mætti liðið Stjörnunni í Ásgarði og þar unnu strákarnir öruggan 14 stiga sigur, 63-77, en þetta var jafnframt þeirra fyrsti sigur í vetur.

Á sunnudaginn mættu þeir svo gríðarsterku liði Njarðvíkur en fyrir þann leik höfðu Njarðvíkingar ekki tapað leik í vetur. Það varð engin breyting á því í þessum leik því heimamenn fóru með sigur af hólmi, 79-64, og eru því efstir ásamt Skallagrím.

Vestri, sem er í 6. sæti, á leik næst 26. nóvember er það mætir Snæfelli á útivelli 

Deila