Fréttir

Sigurður Orri Hafþórsson genginn til liðs við KFÍ

Körfubolti | 18.06.2011
Sigurður hér ásamt Pétri þjálfara og Sævari Óskarssyni formanni
Sigurður hér ásamt Pétri þjálfara og Sævari Óskarssyni formanni

Á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga skrifaði Sigurður Orri Hafþórsson undir samning við KFÍ. Drengurinn var ekki lengi að koma sér í gírinn og mætti til vinnu við 17. júní hátíðarhöldin með nýjum félögum sínum úr KFÍ. Sigurður lék á síðasta ári með Laugdælum með Pétri Má þjálfara og eltir hann hingað í sæluna. Hann var með 14 stig í leik á tæpum 30 mínútum og það gleður okkur mjög að fá hann í hópinn. Velkominn í KFÍ Sigurður Orri.

Deila