Fréttir

Sjoppa og sjónvarpsútsendingar á páskum

Körfubolti | 05.04.2015
Hópurinn á síðustu sjoppuvaktinn var hress í bragði í lok kvölds.
Hópurinn á síðustu sjoppuvaktinn var hress í bragði í lok kvölds.

Einn af föstu punktunum í starfsemi KFÍ er umsjón með sjoppunni á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Þetta er mikilvægur liður í fjáröflun félagsins en einnig er það skemmtilegt samfélagslegt verkefni að aðstoða við að halda þessari glæsilegu tónlistarhátíð úti. Sjoppureksturinn gekk afar vel og um 35 manns úr okkar röðum lögðu sitt af mörkum. Stjórn KFÍ vill koma til skila þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg.

 

Svo má ekki gleyma að sjónvarpsfrumkvöðlarnir í KFÍ-TV, sem nú hefur fengið nafnið Jakinn-TV, sýndu mátt sinn og megin og höfðu umsjón með útsendingum frá Aldrei fór ég suður. Þetta magnaða teymi er orðið svo fagmannlegt í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur að í ár var útsending þeirra í samstarfi við Ríkisútvarpið og var henni sjónvarpað inn í stofur allra landsmanna um RÚV2. Stjórn KFÍ óskar teyminu á Jakinn-TV til hamingju með þessa glæsilegu útsendingu.

 

Enn fremur óskar KFÍ öllum iðkenndum, foreldrum og áhangendum gleðilegra páska.

Deila