Fréttir

Skemmtileg ferð í Hólminn fagra

Körfubolti | 15.02.2012
Auður að messa yfir stelpunum
Auður að messa yfir stelpunum

7. flokkur stúlkna hélt til Stykkishólm og tók þátt í Íslandsmóti 7. flokks stúlkna. Ferðinn gekk vel enda veður gott og félagsskapurinn enn betri. Auður Rafnsdóttir þjálfari fór ásamt Lalla lækni sem var fararstjóri. Og stúlkurnar sem voru með í ferð voru þær Þorsteina, Linda Marín, Sonia, Hekla, Eva, Ingigerður og Þuríður.

 

Fyrsti leikurinn var gegn heimastúlkum úr Snæfell. Leikurinn var í járnum í byrjun og skiptust liðin á að skora, en við náðum fjögurra stiga forskoti í hálfleik, 12-16. En svo settum við í fluggír og unnum öruggan sigur, lokatölur 22-32 og gleði og góð spil var málið.

 

Stig KFÍ. Linda 12, Sonia 8, Eva 8, Hekla og Ingigerður 2.

 

Næsti leikur okkar var gegn Herði frá Patreksfirði og komum við ekki alveg nógu tilbúnar til þess leiks, gleymdum að fara í fráköstin og hittnin ekki alveg næginlega góð. Hálfleikstölur 11-14 fyrir Patró. Við komum til seinni hálfleiks með miklu meiri baráttu, en það dugði ekki til og við töpuðum leiknum með einu litlu stigi 29-30.

 

Stig KFÍ. Linda 12, Sonia 12 og Hekla 5.

 

Síðasti leikrurinn var síðan gegn liði Vals úr Reykjavík. Og núna mættu stelpurnar stemmdar og ætluðu frá upphafi að taka þennan leik. Boltinn flaut vel, baráttan um fráköst og vörn til mikillar fyrirmyndar og staðan í hálfleik 16-6. Þrátt fyrir að vera vel yfir héldu stelpurnar áfram að sækja vel og unnu öruggan sigur. Leikgleði, barátta og vörn er alltaf uppskrift að sigri. Lokatölur 39-19.

 

Stig KFÍ. Hekla 14, Linda 12, Eva 7, Sonia 6.

 

Allar stelpurnar lögðu vel á sig á þessu móti og var mórallinn og leikgleðin til mikilar fyrirmyndar. Vert er að minnast á Soniu í þessu móti, hún barðist gríðarlega vel og er algjör baráttuhundur. Svo mikil læti voru í henni í fráköstum að hún tók oft boltann og manninn með sér í fráköstum :)

 

Það er mjög gaman að ferðast með svona góðum stelpum og sérstakar þakkir fær Lalli fararstjóri fyrir sitt framlag en hann var ómetanlegur. Núna er bara að sækja fram á veg, mæta vel á æfingar og taka næsta fjölliðamót, það var tæpt að þessu sinni og munaði einu stigi í einum leiknum. Nú sjá stelpurnar að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og er Auður mjög sátt við þær allar og er brosandi allan hringinn eftir ferðina.

 

Áfram KFÍ

Deila