Fréttir

Skemmtilegur leikur í Borgarnesi

Körfubolti | 10.09.2010
Carl var góður í kvöld
Carl var góður í kvöld
Það er óhætt að segja að Borgnesingar séu höfðingjar heim að sækja. Þegar við mættum á svæðið var allt klárt og stillt upp sem um leik í Íslandsmótinu væri. Dómarar, ritarar, lukkudýr, áhorfendur og stemning. Leikurinn byrjaði fjöruglega og Borgnesingar með undritökin fyrstu mínúturnar og komust í 17-7 og við svo ánægðir með viðtökurnar að við vorum áhorfendur. En svo tókum við kipp og fórum að koma okkur inn í leikinn og eftir fyrsta leikhluta var staðan. 27-25 og allt í járnum.

Annar leikhluti var jafn í byrjun en smátt saman náðum viðáttum og leiddum í hálfleik 54-46. Í fyrri hálfleik var verið að þreifa á alls kyns varnartaktík og sóknarkerfi prófuð með mismiklum árangri, en flestir að spila ágætlega.

Í þriðja leikhluta tókum við smá "run" og náðum við fljótt 16 stiga forustu og héldum því til enda og svo fór að við unnum þægilegan 15 stiga sigur, lokatölur 82-97.

Tveir "kjúklingar" hlutu eldskírn sína í kvöld í meistaraflokk. Það voru þeir Sigmundur Ragnar Helgason og Gautur Arnar Guðjónsson og stóðu þeir sig báðir mjög vel. Gautur skoraði sín fyrstu stig með meistaraflokk og endaði með 4 stig og 4 fráköst.

Það er varla hægt að taka úr mann leiksins þar sem strákarnir spiluðu vel, en Carl, Craig og Darco voru að sýna frábæra takta sem og Nebojsa. En allir voru þeir samt að sýna að það býra margt í þessu liði og verða þeir ágætir þegar þeir hafa nokkrar vikur og leiki í beltinu. BJ er á byrjunarstigi með liðið og ætlar að píska drengjunum áfram og slípa þá til. Og Joe Davenport er mættur og byrjar að þjálfa eftir helgi.

Borgnesingar eru með skemmtilegt lið og verða til alls líklegir í vetur. Flake er skipstjórinn á vellinum og Haffi er útgerðarstjórinn. Pálmi þjálfari er að gera góða hluti og verður spennandi að fylgjast með þeim. Við viljum síðan þakka öllum Borgnesingum fyrir frábærar viðtökur og gestrisni !!

Stigin skiptust þannig: Carl 22, Craig 19, Nebosja 14, Daði Berg 13, Darco 12 (20 fráköst), Pance 8, Ari 6 og Gautur 4. 

Og á morgun verða teknir tveir leikir gegn KR og Þór, Þorlákshöfn og verðum við með fréttir að þeim loknum.

Allir biðja að heilsa ! Deila