Fréttir

Skráning hafin í körfuboltabúðirnar 2. - 7. júní nk.

Körfubolti | 05.03.2015

Körfuboltabúðir KFÍ verða haldnar 2. - 7. júní nk. og er skráning þegar hafin. Búðirnar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin enda flott dagskrá í boði þar sem þátttakendum býðst að æfa undir stjórn frábærra þjálfara auk þess sem boðið er upp á mat og gistingu á hagkvæmu verði. Margir krakkar mæta ár eftir ár og eru það auðvitað bestu meðmælin búðunum.  Við hvetjum þá sem hafa hug á að mæta að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér pláss í æfingabúðunum. Hægt er að skrá sig hér á síðunni undir Körfuboltabúðir eða með því að senda póst á netfangið kfibudir@gmail.com.

Deila