Fréttir

Skráning í yngri flokka

Körfubolti | 16.09.2011
Nú er bara að skrá sig
Nú er bara að skrá sig

Í samstarfi við HSV hefur KFÍ tekið upp Nori skráningar- og greiðslukerfi.  Kerfið heldur utan um upplýsingar um iðkendur og foreldra.  Foreldrar skrá börn sín á námskeið og ganga frá æfingagjöldum um leið.

 

Með því að smella hér er hægt að byrja skráningu.  Einnig er kominn valliður á forsíðu heimasíðu KFÍ

"Skráning í yngri flokka"

 

Byrja skal með því að velja  nýskráning.

Síðan skrá inn ykkar kennitölu og lykilorð,  notað til að skrá börn undir 18 ára .  Ef forráðamenn eru með fleiri en eitt barn í íþróttum þá eru þau öll skráð inn hér.  Þau félög sem eru farin að nota þetta auk KFÍ eru blakfélagið Skellur og Hörður Handbolti.  Væntanlega fylgja síðan fleiri félög í kjölfarið. 

 

Mikilvægt að allir iðkendur skrái sig inn í kerfið, einnig þeir sem eru nú þegar skráðir í félagið. 

 

Leiðbeiningar hvernig skrá skuli inn í kerfið má finna hér.

 

Ef frekari aðstoðar er þörf má hringja í gjaldkera félagsin Guðna Guðnason í síma 660-5094 eða í gudnioli@gmail.com.

Deila