Körfubolti | 20.09.2010
Mynd: Karfan.is / tomasz@karfan.is
KFÍ mættir til leiks
Uppkastið endaði hjá KR að þessu sinni
Ari var með byssurnar hlaðnar
Edin opnaði reikning sinn hjá KR af vítalínunni
Hann getur stokkið þokkalega og verður gaman að fylgjast með honum á íslenska flugstjórnarsvæðinu í vetur
Það fór vel á með þeim Pétri og Shiran, enda 'gamlir' vopnabræður að hittast.
KFÍ sókn
KR ingarnir eru hávaxnir og sterkir en við gefumst ekki upp fyrir því.
KR voru rosalega sterkir að hirða fráköstin og fjölmenntu iðulega undir körfurnar - alveg til fyrirmyndar!
Ekki áttum við náðugt kvöld í DHL-höllinni nema ef vera skildi í fyrri hálfleik. Við héldum í við KR í fyrri hálfleik, og vorum þá að stökkva á alla lausa bolta og sækja að körfunni, og þegar við settum í kerfin í vörn og sókn þá áttum við alltaf möguleika, en villuvandræði og kæruleysi hélt okkur þó í hæfilegri fjarlægð. Staðan í hálfleik var 47-42 og alls ekki þannig að við værum langt frá að komast inn í leikinn.
En í þriðja leikhluta tók í sundur með liðinum og KR setti í "over drive" og tók þennan leikhluta 27-10 og yfirspilaði okkur gjörsamlega. Við fórum út úr okkar leik og spiluðum illa, á meðan KR sýndi frábæra takta. Þarna fór leikurinn og fjórði og síðasti leikhlutinn var jafn hjá báðum liðum og endaði 18-18 og þar með 21 stigs sigur KR staðreynd. Lokatölur 97-76.
Þessi leikur fer í reynslubankann á Ísafirði og nú er að fara yfir leiki undanfarnar vikur og koma saman mannskapnum. Við höfum séð margt jákvætt og vitum að við eigum fullt erindi í deild þeirra bestu, Það eina sem við verðum að gera er að æfa saman sem lið núna loksins þegar allir eru komnir, en við höfum ekki haft allan mannskapinn saman nema í fjóra daga. Þetta lofar góður og alls enginn endir að tapa gegn gríðarlega góðu liði KR.
Craig er enn meiddur frá því í leiknum gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöld og þarf að halda áfram í sjúkraþjálfun og verður tilbúinn þegar kallið kemur næst og munaði um að hafa ekki hans reynslu í leiknum. En það afsakar ekkert. Aðrir verða að stíga upp þegar liðsfélagar forfallast.
Stig og fráköst KFÍ í gærkvöld: Edin 23 stig og 10 fráköst, Carl 12 stig og 9 fráköst, Daði 12 stig, 7 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 boltum náð, Ari 12 stig og 3 fráköst, Nebojsa 8 stig og 5 fráköst, Darco 6 stig og 1 frákast (lenti í villuvandræðum).
Ungu strákarnir þeir Sigmundur og Gautur komu sterkir inn og spiluðu vel. Sigmundur var með flott frákast og stolinn bolta. Og Hjalti var duglegur og barðist vel, Pance var óheppinn með skot en við vitum vel hvað hann kann og getur.
Tölfræði leiksins
Myndir úr leiknum á Karfan.is
Deila