Fréttir

Sláturtíðinni frestað í Keflavík

Körfubolti | 06.02.2012
Hlynur var góður í gærkvöld
Hlynur var góður í gærkvöld

Það er orðinn vani að segja að liðum verði slátrað í Sláturhúsi Keflvíkinga, en það er hús þeirra kallað. En Ísdrengirnir eru með "zwagger" og sýndu það í gærkvöld. Verkefni þeirra þessa helgi var strembið, fyrst var haldið norður á Akureyri og keppt þar erfiðan leik gegn Þór og svo haldið í bæinn til að keppa við Keflvíkinga í Poweradebikarnum. Það var þó enginn væll á okkar drengjum og tókust þeir á við þetta af mikilli fagmennsku og mættu tilbúnir til leiks gegn mjög vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það mátti ekki anda á Magnús Gunnarsson á köflum og var hann fastagestur á vítalínunni þar sem hann kann vel við sig,  er góður leikmaður og reyndur í svona bardögum.

 

Þar var ekkert gefið eftir og voru strákarnir með ís í æðum og léku kalt og af hörku, og skilaði það sér meðal annars með að taka frákastabaráttuna gegn hávöxnu liði Keflavíkur. Þar sem þessi frétt er að koma seint inn ætlum við að benda á vel ritaða frétt frá stórgóðum penna karfan.is Jón Björn Ólafsson hetir sá eðaldrengur !

 

Það verður þó að geta góðrar innkomu Hlyns Hreinssonar sem vex með hverjum leik og sýndi hann fullorðna stæla í gærkvöld sem gladdi okkur mjög. Og tvær "poster" troðslur frá Edin hentu öllum á lappir, en þær voru af dýrari gerðinni. Nú segjum við eins og Arnold vinur okkar sem einnig er með sitt eigið "zwagger"  ,,Well be back"

 

 

Við erum stolt af strákunum okkar og sást það á þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem koma að styðja okkur. Við erum heppin að eiga svona góða að, og eins þá sem eru alltaf boðnir og búnir að hjápa okkur í bænum og þar fá Fjölnismenn og Örvar Kristjánsson sérstakar þakkir fyrir að redda okkur æfingu. Jakob Einar útsendingatjóri KFÍ-TV sýndi hve lunkinn hann er og þar sem netsamband úr húsinu er á við gömlu ritsímana, þá fór hann sýnar egin leiðir og rændi símanum af Gaua.Þ og notaði hann í beina útsendingu og reddaði kvöldinu fyrr hundruða áhorfenda. Eftir að leik lauk fóru svo Gaui, Einar og Helgi keyrandi með 10. flokk stúlkna heim á Ísafjörð og þeim þakkað fyrir kærlega.

 

 

Við getum þó ekki sett punktinn hér án þess að geta þess að línan sem dómarar setja fyrir leiki er algjörlega skökk og er ekkert hægt að mæta í leiki og áherslurnar séu sífellt breytilegar. Það er ekki sanngjarn gagnvart neinum sem taka þátt í leikjum. Það sem má einn leikinn, má alls ekki í næsta leik. Og þetta ruglar alla í ríminu og veldur leiðindum sem á ekki að þurfa að hafa í þessari frábæru íþrótt.

 

Nú við munum bara drekka Powerade þetta árið og horfa á Tindastól takast á við Keflavík í úrslitum. Nú er að klára verkefni vetrarins hjá öllum okkar flokkum og hlakkar okkur mikið til þess. Þar erum við að berjast á mörgum vigstöðvum og nóg að ferðast framundan, en það hræðist enginn ferðalög hér, þau eru partur af prógramminu.

 

Áfram KFÍ 

Deila