Fréttir

Stelpurnar unnu öruggan sigur í Borgarnesi

Körfubolti | 12.02.2012
Stelpurnar í Borgarnesi
Stelpurnar í Borgarnesi
1 af 2

Stúlkurnar okkar gefa strákunum okkar ekkert eftir og fóru í dagsferð til Borgarnes og sóttu þar öruggan sigur. Lokatölur 64-30.

 

Allar stelpurnar spiluðu vel og var vörnin sem áður vopn okkar og sést það best á lokatölum leiksins. Allar skiluðu sínu og vel það, en Rósa átti mjög góða innkomu og Guðlaug spilaði frábæra vörn. Sem fyrr voru það skytturnar þrjár þær Anna Fía, Sólveig og Svandís sem voru stighæstar en skammt á eftir komu Rósa og hin unga og efnilega Eva Kristjánsdóttir.

 

Pétur tekur enga út í þetta sinn en var kampakátur með varnaleikinn...

 

Stelpurnar eru nú í öðru sæti 1. deildar og verður mjög spennandi lokakafli deildarinnar sem háð verður næsta mánuð.

 

Stig KFÍ. Sólveig Helga 21, Svandís Annar 17, Anna Fía 9, Eva 8, Rósa 6 og Vera 4.

Deila