Fréttir

Stelpurnar upp í A-riðil og strákarnir halda sæti sínu

Körfubolti | 10.10.2017
Stelpurnar í 9. flokki ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni þjálfara.
Stelpurnar í 9. flokki ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni þjálfara.
1 af 2

Um helgina fór fjölliðamót í B-riðli Íslandsmótsins 9. flokks stúlkna í körfubolta fram hér heima á Torfnesi. Skemmst er frá því að segja að Vestra stelpur unnu alla leiki sína og tryggðu sér þannig þátttöku í A-riðli í næstu umferð.

Á sama tíma öttu strákarnir í 10. flokki Vestra, sem tefla fram sameiginlegu liði með Skallagrími, kappi í A-riðli. Strákarnir stóðu sig með prýði og náði hið sameiginlega lið greinilega strax vel saman. Hið sama má segja um þjálfarana Nebojsa Knezevic hjá Vestra og Pálma Þór Sævarsson frá Skallagrími. Strákarnir unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu seinni tveimur og halda því sæti sínu í A-riðli.

Deila