Fréttir

Stór körfuboltahelgi í Bolungarvík, Ísafirði og Þingeyri

Körfubolti | 09.03.2019
Skemmtileg stund í upphafi leiksins gegn Hamri þegar krakkar í 3.-4. bekk fylgdu leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn.
Skemmtileg stund í upphafi leiksins gegn Hamri þegar krakkar í 3.-4. bekk fylgdu leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn.

Það er mikið um að vera í körfuboltanum um helgina. Á föstudag mættust meistaraflokkar Vestra og Hamars í 1. deild karla. Þeim leik lauk með sigri gestanna 84-101. En það er nóg eftir að körfuboltahelginni. Í dag kl. 11:00 mætast drengjaflokkar Vestra og Keflavíkur á Torfnesi. Á Þingeyri hefst svo fjölliðamót í C-riðli hjá 9. flokki drengja þar sem Vestra strákar mæta Grindavík, ÍA og Þór Akureyri. Klukkan 18:00 mætir Flaggskipið, B-lið Vestra svo Grundfirðingum í 3. deild karla. Á sunnudag mætir svo stúlknaflokkur Vestra Haukum í Bolungarvík og hefst sá leikur klukkan 16:00 en einnig lýkur fjölliðamóti 9. flokks drengja þá um morguninn á Þingeyri.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að leggja leið sína í þessi þrjú íþróttahús á svæðinu og fylgjast með efnilegum krökkum að ógleymdum síungum körlum.

Dagskrá helgarinnar:

Laugardagur:

Drengjaflokkur, Torfnesi:
Vestri - Keflavík kl. 11:00

9. flokkur drengja, Þingeyri
Vestri - ÍA kl. 14:00
Grindavík - Þór Ak. kl. 15:15
Grindavík - ÍA kl. 16:30
Vestri - Þór Ak. kl. 17:45

B-lið Vestra, Bolungarvík:
Vestri - Grundafjörður, kl. 18:00

Sunnudagur:

9. flokkur drengja, Þingeyri
Þór Ak. - ÍA kl. 9:00
Grindavík - Vestri kl. 10:15

Stúlknaflokkur, Bolungarvík:
Vestri - Haukar, kl. 16:00

Auk þessara heimaleikja eru tveir flokkar á ferðinni um helgina í útileikjum. 9. flokkur stúlkna leikur í Stykkishólmi á fjölliðamóti í C-riðli, þar sem þær mæta heimastúlkum og Stjörnunni, og 7. flokkur stúlkna leikur í B-riðli á fjölliðamóti í Njarðvík þar sem stelpurnar mæta heimastúlkum, Breiðabliki, Haukum og Grindavík.  

Deila