Fréttir

Stór stund á Jakanum á sunnudagskvöldið 22. janúar

Körfubolti | 21.01.2012
Pétur Már er tilbúinn, en þú ??
Pétur Már er tilbúinn, en þú ??

Góðir hálsar.

 

Nú er komið að stórum tímapunkti hjá KFÍ. Við erum komnir í 8 liða úrslit í Poweradebikarkeppninni og með góðum stuðnings frá okkar fólki getum við komist í 4 liða úrslit sem væri stór stund hjá okkur og höfum við ekki komist svo langt síðan 1998 og tími til kominn að endurtaka leikinn.

 

Það eru vinir okkar frá Hamar, Hveragerði sem mæta til leiks, en þeir eru einmitt liðið sem var fyrst til að leggja okkur í hörkuleik fyrir tveim vikum síðan 81-80.

 

Við eigum harma að hefna og ætlum okkur langt, en til þess að allt gangi upp þurfum við mikil læti á Jakann og skorum við á ALLA að koma og styðja okkur áfram.

 

Leikurinn hefst kl. 19.15 og og viljum við fá alla inn 18.45 til að taka þátt í þessu með okkur.

 

Áfram KFÍ

Deila