Fréttir

Stór útileikjahelgi í körfunni

Körfubolti | 23.02.2017
Nýkrýndir bikarmeistarar 9. flokks leika í B-riðli Íslandsmótsins í Borgarnesi um helgina. Meistaraflokkur leikur gegn ÍA og Hetti á föstudag og sunnudag og unglingaflokkur mætir Hetti á laugardag. Ljómsynd: Ólafur Þór Jónsson, karfan.is
Nýkrýndir bikarmeistarar 9. flokks leika í B-riðli Íslandsmótsins í Borgarnesi um helgina. Meistaraflokkur leikur gegn ÍA og Hetti á föstudag og sunnudag og unglingaflokkur mætir Hetti á laugardag. Ljómsynd: Ólafur Þór Jónsson, karfan.is

Framundan er stór útileikjahelgi í körfuboltanum. Meistaraflokkur karla leikur á morgun föstudag gegn ÍA á Akranesi og svo gegn toppliði Hattar austur á Egilsstöðum, auk þess sem unglingaflokkar félaganna mætast á laugardag.. Nýkrýndir bikarmeistarar 9. flokks drengja leika svo einnig á laugardag og sunnudag í B-riðli Íslandsmótsins sem fram fer í Borgarnesi og minnibolti eldri drengja spila í Reykjavík.

Eftir slæmt tap á heimavelli gegn Hamri í síðustu umferð hafa strákarnir í meistaraflokki enn tækifæri til að halda lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með sigri á ÍA á morgun. Leikir liðanna hafa verið afara spennandi undanfarin ár og má ætla að hið sama verði upp á teningnum á morgun. Erfitt verkefni bíður svo sunnudagsins þegar topplið Hattar verður sótt heim á Egilsstaði. Hattarmenn hafa aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni í vetur, báðum gegn bikarspútníkliði Vals sem lagði toppliðið bæði heima og heiman.  Þriðji tapleikur Hattar var svo gegn sjálfum bikarmeisturum KR. Það veður því á brattann að sækja en jafnframt ljóst að Hattarmenn eru ekki ósigrandi á heimavelli.

Unglingaflokkur Vestra mætir unglingaflokki Hattar á laugardag. Nokkuð er síðan síðasti leikur liðsins fór fram þegar það mætti Val á útivelli. Liðið er að mestu skipað leikmönnum sem jafnframt leika með meistaraflokki og því ljóst að mikið álag verður á mörgum þeirra um helgina.

Um helgina heldur svo 9. flokkur drengja í Borgarnes þar sem þeir leika í B-riðli Íslandsmótsins. Strákarnir eru staðráðnir í að fylgja eftir góðu gengi undanfarið en skemmst er að minnast þess að liðið varð bikarmeistari KKÍ á dögunum. Piltarnir eru staðráðnir í að sigra þennan riðil og komast upp í A-riðil og þar með eiga möguleika á Íslandsmeistaratitlinum.

Lið Vestra í minnibolta eldri drengja spilar svo á fjölliða móti Íslandsmótsins á heimavelli Fjölnis að Dalhúsum í Reykajvík.

Áfram Vestri!

Deila