Fréttir

Stórleikir laugardag og sunnudag á Jakanum

Körfubolti | 08.02.2013
Tilbúin á Jakann!!
Tilbúin á Jakann!!

Á laugardag koma Stjörnumenn í heimsókn og spila gegn KFÍ-B sem er skipar frábærum strákum og verður gaman að sjá hvort þeir leggi gestina á klaka. Síðasti leikur B-liðs KFÍ var mjög spennandi gegn KR þar sem vestrbæjargengið tók leikinn á síðustu mínútunum. Okkar piltar ætla sér ekki að leyfa þannig stuld í þetta sinn og hafa þegar boðið að fyrstu 700 áhorfendunurnir fái frítt á leikinn, en takmarkað sætapláss er þó þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær!! Leikurinn hefst kl.14.00.

 

 

Það verður svo annar stórleikur á sunnudag þegar Snæfell sem situr í öðru sæti deildarinnar kemur í heimsókn. Þeir eru komnir með Ryan Amaroso til baka sem spilaði frábærlega með þeim um árið, en hann kom fyrir Asim McQueen og eru það ekki slæm skipti fyrir þá að mati kfi.is.

 

Okkar strákar eru að verða mun betri en fyrir áramót og ætla sér að sýna allar sínar bestu hliðar hér heima. Leikurinn hefst kl.19.15 og verður byrjað á Muurikka pönnunni með "Ísborgarana" kl.18.30 og er ekki slæm hugmynd að skella sér með fjölskylduna og smella borgara í sig.

 

Fyrir þá sem búa utan svæðis verður KFÍ-TV að sjálfsögðu í beinni og er hlekkurinn HÉR

 

Við hvetjum alla að koma á Jakann og öskra okkar menn til dáða.

 

Áfram KFÍ

Deila