Fréttir

Stórleikur Nebojsa og Birgis dugði ekki til á Hlíðarenda

Körfubolti | 15.03.2015
Nebojsa átti stórleik á föstudaginn. Ljósmynd: Ingvi Stígsson.
Nebojsa átti stórleik á föstudaginn. Ljósmynd: Ingvi Stígsson.

Karlalið KFÍ mætti Valsmönnum á Hlíðarenda síðastliðið föstudagskvöldi. Lið KFÍ var nokkuð þunnskipað þar sem fjórir lykilleikmenn þurftu að sitja heima. Þar af vantaði þrjá úr byrjunarliðinu sem vann ÍA um síðustu helgi. Byrjunarliðið gegn Val var reyndar ansi reynslumikið og meðalaldurinn í kringum 35 ár sem ólíklegt er að hafi gerst áður í deildarkeppninni í vetur.

Þrátt fyrir að vera með vanægbrotið lið gáfu leikmenn sig alla í verkefnið og var leikurinn spennandi á loka mínútunum og litlu munaði að KFÍ næði að stela sigrinum en lokatölur urðu 94-92 Valsmönnum í vil. Nebojsa Knezevic átti stórleik og skoraði 42 stig, einnig átti Birgir Björn góðan leik með 30 stig en það dugði því miður ekki til.

Þetta er áttundi deildarleikur tímabilsins sem tapast með fimm stigum eða minna og því alveg ljóst að lítið hefði þurft til að staða liðsins væri allt önnur í deildinni er raun ber vitni. Ljósu punktarnir eru þeir að margir ungir leikmenn hafa fengið dýrmæta reynslu á þessu tímabili sem þeir byggja vonandi ofan á á næsta tímabili. Síðasti leikur tímabilsins er heimaleikur gegn Hamri föstudaginn 20. mars og hverjum við alla stuðningsmenn KFÍ til að mæta og styðja við bakið á strákunum sem eru staðráðnir í að enda tímabilið vel gegn einu af toppliðum deildarinnar.

 

Eins og fyrr segir átti Nebojsa sannkallaðan stórleik í liði okkar manna á Hlíðarenda á föstudaginn. Hann skoraði 42 stig á 30 mínútum, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar og var með 50% skotnýtingu bæði í teig og í þriggja stiga skotum og 100% vítanýtingu. Birgir Björn átti ennig fínan leik gegn sínum gömlu liðsfélögum í Val, skoraði 30 stig, tók 13 fráköst og stal boltanum 3. Pance var með 15 stig og 5 fráköst, Óskar Ingi Stefánsson skoraði 3 stig, hans fyrstu stig með meistaraflokki í 1. deildinni, og Florian skorað 2.  

Ítarleg tölfræði aðgengileg á vef KKÍ.

Myndasafn

Deila