Fréttir

Stórleikur á Jakanum n.k. sunnudagskvöld í Lengjubikarnum

Körfubolti | 22.10.2011
Chris fær verðugt verkefni en er klár. Mynd. bb.is/Halldór Sveinbjörnsson
Chris fær verðugt verkefni en er klár. Mynd. bb.is/Halldór Sveinbjörnsson

Þá er komið að stóru stundinni. Lengjubikarinn að hefjast og fyrstir sem koma á Jakann er hið gíðarlega sterka lið Grindavíkur sem er með okkar fyrrverandi liðsmann og Ísfirðing Sigurð Gunnar Þosrsteinsson innan sinna raða. Eins og flestir vita er Grindvíkingum spáð mjög ofarlega í IE deildinni og kæmi ekki á óvart að þeir myndu klófesta bikarinn í vor.

 

Við erum í riðli með Grindavík, Haukum og Fjölni í Lengjubikarnum og er leikið heima og að heiman. Þetta fjölgar leikjum hjá okkur sem er mikið fagnaðarefni.

 

Strákunum hlakkar mikið til að fást við þetta verðuga verkefni og verða tilbúnir í slaginn. 

 

Leikurinn er n.k sunnudagskvöld 23. október og hefst hann kl. 19.15 og skorum við á alla að mæta og öskra drengina okkar áfram.

Deila