Fréttir

Stórsigur gegn ÍG á Jakanum

Körfubolti | 12.02.2012
Óskar mætti öskrandi í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Óskar mætti öskrandi í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
1 af 9

Það var rétt í upphafi sem ÍG veitti okkur einhverja keppni, en sú keppni var skammvinn og leikurinn aldrei í hættu, en fín tilþrif sáust hjá báðum liðum í kvöld, en þessi leikur fer ekki í neinar sögubækur nema fyrir þær sakir kannski að ÍG fékk dæmdar á sig 32 villur og við tókum heil 42 vítaskot en vorum ekki alveg með einbeitinguna í lagi þar og nýttum aðeins 27 þeirra sem er ekki gott á okkar mælikvaðra. Lokatölur 126-80.

 

Allir leikmenn KFÍ skouðu í leiknum og er það flott og framlagsstuðull okkar var 155 sem er ansi frambærilegt verður að telja, en erfitt var að halda einbeitingunni 100% allan leikinn.

 

Ungu húnarnir okkar komu vel inn og verður að taka sérstaklega fyrir Óskar Kristjánsson sem setti 11 stig og spilaði eins og hann væri hokinn af reynslu og fúlskeggjaður. Spilatímanum var dreyft vel og voru menn að deila tímanum vel og koma af bekknum með flott framlag, þó enginn meira en Chris sem náði 29 stigum 17 fráköstum og varði 3 skot á 25 mín.

 

Það er þó ekkert stórt að frétta frá þessum leik annað en að fólkið okkar gerði sér glaðan dag í áhorfendastúkunni á Jakanum og skemmtu allir sér konunglega.

 

Stig. KFÍ Chris 29 (17 fráköst), Kristján Pétur 20 (4 fráköst), Edin 20 (fráköst), Craig 16 ( 6fráköst, 9 stoðsendingar), Óskar 11 stig ( 3 fráköst), Ari 7 (3 fráköst), Jón Hrafn 6 stig (5 fráköst) Guðni Páll 5, Hlynur og Leó 4, Jón Kristinn og Sigmundur 2 stig.

 

Hjá ÍG voru þeir Bergvin, Halli, Eggert fínir og gaman var að sjá Hjalta heima aftur, en hann er núna fyrir sunnan við nám.

 En baráttujaxl kvöldsins hjá gestunum var Helgi Már Helgason.

 

Það var gaman að sjá strákana skemmta sér og öðrum og var létt yfir Jakanum í kvöld.  

Deila