Fréttir

Strákarnir í drengjaflokk áfram í bikarkeppni KKÍ.

Körfubolti | 14.11.2009
1 af 4
Drengirnir okkar eru komnir áfram í drengjaflokk eftir 80 stiga sigur gegn ÍA. Lokatölur 111-31.

Það var rosalegur kraftur í drengjunum í byrjun leiks í bikarkeppninni. Eftir að staðan var 4-3 á annarri mínútu kom rosalegur kafli hjá KFÍ og vörnin var meiriháttar góð sem skilaði okkur 41-3 eftir fyrsta leikhluta. Sem sagt 38 stig í röð hjá okkur frá öllum sem inn á voru en níu leikmenn KFÍ náðu að skora. Áfram var haldið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 68-11. Í seinni hálfleik héldu menn að boltinn væri til þess að henda í veggi, en við hentun boltanum oft út af og misstum taktinn og þriðji leikhluti fór 20-11. Það verður þó að hæla strákunum í ÍA. þeir börðust af krafti og gerðu okkur erfitt fyrir í þessum fjórðung. En og aftur kom þrumu ræða frá Borce þjálfara og enduðum við leikinn með því að taka fjórða leikhluta 23-8 og leikinn því 111-31. ÍA strákarnir spiluðu með hjartanu og gáfu sig alla í þennan leik, en meginn hluti þeirra var búinn að spila tvo leiki fyrr um daginn. Stig okkar skiptust þanni; Leó S. 25, Stefán Diego 21,  Gautur Arnar G. 15, Jón Kristinn S. 12, Hermann H. 10, Guðni Páll G. 9, Þorgeir E. 9, Kormákur Breki V. 6 og Sævar V. 4. Allir skiluðu sínu, en Þeir Leó og Stebbi Diego og Gautur voru öflugir. En vítin eru eitthvað að stríða okkur (19/8) og er það öruggt að strákarnir verða sendir á línuna eftir helgina :)

Áfram KFÍ.  Deila