Fréttir

Strákarnir í drengjaflokk í úrslitakeppnina í fyrsta sinn.

Körfubolti | 02.04.2011
Úr leik gegn Snæfell/Borgarnes í vetur
Úr leik gegn Snæfell/Borgarnes í vetur
Strákarnir í drengjaflokk KFÍ eru að keppa í úrslitakeppni í fyrsta sinn og fylgja eftir góðum árangri stelpnanna okkar. KFÍ náði þeim frábæra árangri að sigra 9 af 16 leikjum sínum í vetur og enduðu í 4 sæti af 8 liðum með sama stigafjölda og Snæfell/Borgarnes, en KFÍ strákarnir sigraðu báða leikina gegn þeim og komast því í úrslitakeppnina. 

Andstæðingar okkar verða strákarnir frá Njarðvík sem eru þeir sterkustu í dag, og eru taplausir í vetur. Leikurinn fer fram í Njarðvík á morgun kl. 12.30 og ætla KFÍ strákarnir að gefa allt sitt í verkefnið.

Til hamingju með þetta strákar.
Áfram KFÍ Deila