Á morgun föstudag fara Ísdrengirnir okkar til Egilstaða og keppa þar tvo leik við Hött,i þ.e.a.s. bæði heima og útileik okkar á tímabilinu. Samkomulag náðist um að spila leikina á Egilstöðum og er sá fyrri á morgun föstudagskvöld kl. 20.00 og sá síðari á laugardaginn 3. desember kl. 15.00.
Því fara þeir á fyrramálið og koma til baka á sunnudag. Það er stundum kvartað yfir því að koma vestur í einn leik, en þessi tvö lið vita hvað þarf til að ferðast og kippa sér ekkert upp við það.
Við vitum að gamli gjaldkeri okkar Gunnar Pétur Garðarson verður á leiknum og biðjum við hann að vera okkur hliðhollur þrátt fyrir að vera búinn að breyta um lögheimili.
Áfram KFÍ
Deila