Fréttir

Strákarnir í minniboltanum gerðu það gott fyrir sunnan

Körfubolti | 27.02.2013
Flottir strákar
Flottir strákar

Þeir Hilmir, Hugi, Egill, Kjartan, Þorleifur, Oddfreyr og Michal ásamt Pétri þjálfara gerðu góða erð suður í minniboltanum um s.l. helgi. Þar kepptu þeir gegn ÍR, KR-b og Ármann og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla leiki sína og það örugglega. Það eru greinilegar framfarir hjá þessum strákum en Kristján Pétur og Pétur Már þjálfa þá. Þeir hafa vaxið og dafnað og eru þarna framtíðardrengir í KFÍ og vert að fylgjast með þeim.

 

Úrslit leikja:

 

KFÍ-ÍR 42-26

KFÍ-KR-b 51-36

KFÍ-Ármann 52-24

 

Þess má geta að undirbúningur fararstjóra okkar þeirra Birnu Lárusdóttur og Atla Rúnars Sigurþórssonar var óaðfinnalegur og eru félagslegu gildi svona fera jafn mikilvæg og keppnin sjálf ef, ef ekki mikilvægari. Strákarnir gistu saman við toppaðstæður og fóru saman að borða og í bíó.

 

Næsta verkefni þessara drengja er Nettómótið í Reykjanesbæ sem haldið eru núna um helgina þannig að það er enn ein ferðin suður ogn allir fsrnir að hlakka til, enda Nettómótið það skemmtilegasta sem boðið er upp á í dag með um 1200 krakka sem mæta til að spila körfu og skemmta sér saman. Þar eru engin stig talin og allir koma og fara sem sigurvegarar.

 

Áfram KFÍ

Deila