Í kvöld fimmtudag 18. nóvember spilar meistaraflokkur karla gegn Hamri í IE deildinni. Þetta er leikurinn sem frestaðist í síðustu viku. Eftir rassskellinguna gegn KR eru drengirnir tilbúnir að spila aftur körfubolta og ætla að mæta brjálaðir til leiks. Það fer enginn fer með bókuð stig frá Gústa og hans mönnum, þar er gott lið og skipulagt. Þeir eru búnir að spila vel og heimavöllur þeirra sem við köllum oft "skókassann" vegna þess hve þröngt er þar er algjör gryfja og frábær stemning þar á bæ. Við hvetjum brottflutta Vestfirðinga að koma og styðja strákana.