Fréttir

Strákarnir tóku Hött í spennandi leik

Körfubolti | 03.12.2011
Chris var traustur að venju og jarðbundinn nema þegar hann tekur á loft
Chris var traustur að venju og jarðbundinn nema þegar hann tekur á loft

Síðari leikur okkar gegn Hetti var öllu erfiðari en sá fyrri.  Sigur vannst þó 99-95 eftir spennandi lokamínútur.

 

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik náum við góðri forystu í 3. fjórðungi, einum 17 stigum.  Þessi forysta hvarf í einu vetfangi með 7 stiga sókn Hattarmanna en strákarnir okkar kláruðu dæmið samt í restina og eru enn með fullt hús í deildinni, 9 sigrar og ekket tap.

 

Stóru mennirnir okkar voru sterkir, Edin og Chris báðir með 25 stig, 7 og 8 fráköst.  Craig með tvennu að venju 19 stig og 10 stoðsendingar og Kristján Pétur með 14 stig, 50% nýtingu í þristum, Jón Hrafn skilaði sínu með 9 stig og 4 fráköst, Sævar 3 stig, Siggi 2 og Ari 2 stig sem komu á mjög mikilvægum tímapunkti í leiknum þar sem hann var svellkaldur á vítalínunni og klikkaði ekki þegar á reyndi.

 

Annars stóðu allir sig vel og allir skoruðu í leikjunum báðum sem er kalla "Liðsheild Ehf" Það er gott að vita að ef einn eða tveir eiga ekki sinn eðæilega leik þá taka félagarnir við boltanum. Það er til fyrirmyndar.

Nánari tölfræði má finna á kki.is

 

Stöðuna í 1. deild má svo sjá hér.

 

Næsti leikur okkar er hér heima í Powerdebikarnum gegn Fsu og er föstudagskvöldið 9. desember og hefst kl. 19.15

 

Áfram KFÍ

Deila