Fréttir

Strembin ferð á Akureyri

Körfubolti | 13.02.2012
Flottir strákar
Flottir strákar
1 af 2

Strákarnir í 7. flokk lögðu land undir fót með þeim Seko þjálfara, Guðna Ó Guðna og Gumma sem fararstjóra. Þung færð var á leiðinni, en sóttist ferðir ágætlega þótt fleiri mínútur hafi farið í ferðina, en heilir á húfi komu þeir til Akureyrar þar sem fjölliðamótið var.

 

Fyrsti leikurinn var gegn Aftrueldingu og í 32 mínútur vorum við áhorfendur og dáðumst andstæðingum okkar sem komu tilbúnir til leiks og unnu auðveldan sigur.

Stig KFÍ. Pétur Tryggvi 7, Haukur 3.

 

Næsti leikur var gegn Þór og komu strákarnir tlbúnir í þann leik. Eftir 10 mín. var staðan 10-8 fyrir heimamenn og staðan í hálfleik 18-12 og við farnir að spila körfubolta loksins. En aftur urðum við stressaðir og ekki nógu grimmir og lokatölur 62-26 sem skrifast á einbeitingarleysi.

Stig KFÍ. Haukur Rafn 6, Lazar 6, Pétur Tryggvi 4, Rúnar 4, Bennsi 2, Arent 2 og Steini 2.

 

 Þá var komið að síðasta leik mótsins að þessu sinni gegn lið Kormáks. Og nú voru drengirnir klárir í leik og ætluðu að kvitta fyrir tvo tapleikina. Við komum mjög einbeittir í leikinn, spiluðum grimma vörn og létum boltann ganga vel. Lokatölur 45-31 fyrir okkur og gleðin tekin að ný.

Stig KFÍ. Lazar 14, Pétur Tryggvi 12, Haukur Rafn 8, Steini 6, Hrannar 3 og Rúnar 2. Bennsi stal 5 boltum, Arent var með 3 stoðsendingar, og Jakob með 4 fráköst, þannig að allir léku sem einn og verðskuldaður sigur staðreynd.

 

Nú er Jakinn brotinn. Fyrsti sigur drengjanna staðreynd og taka þeir mikið úr þessum leikjum. Nú þarf að fylgja þessu eftir, mæta vel á allar æfingar og vera harðir. Við sýndum að við getum spilað körfubolta, en verðum að gera það allan leikinn en ekki bara nokkrar mínútur í einu. Einnig má taka fram að meira en helmingur þessara stráka eru enn í minnibolta þannig að framtíðin er björt hjá okkur.

 

 

Seko, Guðni og Gummi vilja taka fram að strákarnir voru frábærir utan vallar og er nú sem áður félagi sínu og Ísafjarðarbæ góð fyrirmynd og þakka þeim fyrir skemmtilega ferð

 

Áfram KFÍ

Deila