Yngstu iðkendur körfunnar, í 1.-4. bekk, eru nú komnir í gott jólafrí en aðrir iðkendur æfa út þessa viku. Hefðbundnar æfingar hefjast svo aftur samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 7. janúar.
Boðið verður upp á jólaæfingar yngri flokkanna að vanda en þær eru ætlaðar iðkendum í 7. bekk og upp úr. Þær verða í íþróttahúsinu Torfnesi sem hér segir:
27.12 - 15:30-16:30
28.12 - 11:00-12:00
30.12 - 15:30-16:30
02.01 - 15:30-16:30
03.01 - 15:30-16:30