Fréttir

Stúlknaflokkur í keppnisferð

Körfubolti | 24.01.2011 Stúlknaflokkur lagði land undir fót og spilaði bæði í bikar og íslandsmóti fyrir sunnan um helgina. Við byrjuðum á því að leika gegn Njarðvík á föstudaginn í bikarkeppni KKÍ.  Um þann leik er best að segja sem minnst þar sem leikmenn voru í búning en alls ekki mættar til leiks.

Fyrsti leikhluti var ágætur og leiddi Njarðvík hann með 6 stigum en eftir það fór allt niður á við og lokatölur voru það erfiðar að ekki borgar sig að láta þær á netið.

Því næst fórum við til Hveragerðis og tókum þátt í íslandmóti í b-riðli. Fyrsti leikur var gegn Baldri og lærisveinum í KR, lokatölur voru 47 - 26 fyrir KR. Stelpunar voru sammál því að hefja sig upp á við og lögðu þær leið sína þangað þrátt fyrir tap. Sáust áægtiss prettir en betur má ef duga skal og skiptist stigaskorið á þessa leið Eva 8, Guðlaug 8, Sunna 6, Vera 4 og Marelle 2.

Annar leikurinn var á móti Hamri og lauk honum 48 - 72.  Þarna stóðu stelpurnar sig enn betur og fleiri jákæðir þættir litu dagsins ljós. Barátta var til staðar og leystu stelpurnar oft á tíðum leikplan Hamars með ágætum. Stigaskor var Sunna 12, Eva 7, Lovísa 4, Vera 4, Guðlaug 3, Marelle 2.

Síðasti leikurinn og jafnframt sá besti af hálfu okkar var gegn Breiðablik og lauk honum 44 - 37.  Þarna voru stelpunar alveg tilbúnar og lögðu sig allar fram jafnt innan vallar og utan.  Þarna sá maður hvað er spunnið í þetta flotta lið okkar og hvað við þurfum lítið upp á til þess að standast þessum liðum snúning. Við erum með ungt lið í þessum flokkið þar sem aldurinn er stúlkur fæddar´93 og ´94. Við erum með fjórar stelpur ´94 og síðan sex ´96 og eina ´97 þannig að framtíðin er björt hjá okkur í KFÍ og ekkert því til fyrirstöðu að setja markið hátt til frekari frama.  Stigaskorið var eftirfarandi Eva 14, Guðlaug 8, Vera 5, Sunna 5, Rósa 2, Lovísa 2 og Marelle 1. Þakkar undirrituð stelpunum fyrir myndaskap sinn og háttvísi fyrir félagið sitt og fararstjóranum sem klikkar ekki.

Stefanía Ásmundsdóttir

Deila