Fréttir

Stúlknaflokkur og Njarðvíkurferðin

Körfubolti | 22.10.2010
Stelpurnar stóðu sig ágætlega
Stelpurnar stóðu sig ágætlega

Stúlkanflokkur tók þátt í sínu fyrsta fjölliðamóti síðustu helgi. Árangurinn var viðunandi þar að segja tveir stigrar og tvö töp. Við vorum lengi í gang og því má segja að fyrri dagurinn hafi verið til þess að stilla saman strengi okkar og seinni dagurinn nýttur í að koma sér almennilega í gang. Í stúlknaflokki erum við með fjórar stelpur sem eru gjaldgengnar í flokkinn og til þess að fylla í lið notum við stúlkur úr 9.flokki. Það fóru níu stúlkur af stað en strax í fyrsta leik meiddist ein af okkur, Sunna Sturludóttir og var það skarð fyrir skildi.

 

En eins og við vitum kemur maður í manns stað og leystu þær Lilja og Lovísa verkefnið vel af hendi. Guðlaug var einnig farin að finna til þegar leið á mótið en harkaði af sér og nýtt þessa reynslu af mótinu til þess að koma enn sterkari til leiks í næsta móti og næstu leikjum. Vera fann loksins fjölina eftir mikla leit og halaði niður stigum fyrir okkur þegar leið á helgina ásamt því að finna taktinn í vörninni. Marelle stóð sig að vonum mjög vel og tók vel á því í vörninni þar sem fáir komst fram hjá henni og tók hún einnig heilan helling af fráköstum, sumsé stóð sig mjög vel. Eva var dugleg í stigaskori alla helgina og lagið sig alla fram þrátt fyrir að fá á köflum ansi óblíðar móttökur. Málfríður og Rósa stóðu sig eins og hetjur og söfnuðu í reynslubankann fyrir komandi átök um aðra helgi. Allar náðu að skora hjá okkur sem er mjög jákvætt.

Úrslit voru á þenna veg:

KFÍ  42 - Njarðvík 48

Eva 15

Sunna 9

Marelle 8

Guðlaug 6

Lilja 2

Vera 1

 

 

KFÍ 67 - ÍA 31

Eva 30
Guðlaug 12

Marelle 11
Vera 8
Lovísa 4
Lilja 2


KFÍ 40 - Njarðvík 45
Eva 14
Guðlaug 9
Marelle 7
Vera 6
Lovísa 4


KFÍ 88 - ÍA 28
Eva 34
Vera 28
Guðlaug 8
Marelle 4
Lovísa 4
Rósa 4
Lilja 4
Málfríður 2

 

Deila