Fréttir

Stúlkurnar okkar keppa hér heima um helgina.

Körfubolti | 16.10.2009 10 flokkur stúlkna mun á morgun hefja keppni á Íslandsmótinu og er fjölliðamót þeirra hér heima að þessu sinni.

Þær munu etja kappi við lið Vals og Harðar frá Patreksfirði, en lið Breiðabliks helltist úr lestinni vegna skæðrar flensu sem gengur um allt land þessa dagana.

Fyrsti leikurinn er kl 15.45 og er það KFÍ-Valur. Reiknað er með að klára mótið á morgun og eru allir hvattir til að láta sjá sig á Jakanum og hvetja þær til dáða.

Áfram KFÍ. Deila