Fréttir

Styttist í vetraræfingar yngri flokka

Körfubolti | 27.08.2014
Frá Körfuboltadeginum í fyrra.
Frá Körfuboltadeginum í fyrra.

Vetrarstarf KFÍ er nú í fullum undirbúningi og tekur ný æfingatafla allra flokka gildi mánudaginn 8. september. Þar sem vinna við tímaúthlutun í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar stendur enn yfir á vegum HSV tefst frágangur æfingatöflu KFÍ sem því nemur. Taflan verður birt hér á heimasíðunni um leið og hún liggur fyrir.

Við hefjum veturinn með látum laugardaginn 6. september en þá verður Körfuboltadagurinn haldinn með stæl í íþróttahúsinu Torfnesi. Við segjum nánar frá dagskrá hans þegar nær dregur en leggjum til að allir áhugasamir taki daginn frá milli kl. 11-14. Markmiðið með Körfuboltadeginum er að kynna körfuna fyrir ungum jafnt sem öldnum og marka um leið formlegt upphaf vetrarstarfs yngri flokka KFÍ.

Hlökkum til að sjá sem allra flesta í körfu í vetur!

Deila