Fréttir

Sumaræfingar yngri flokka

Körfubolti | 11.06.2013

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar mun næstu sex vikurnar bjóða uppá sumaræfingar í körfubolta fyrir yngri flokka og verður fyrsta æfingin í dag, þriðjudag. Æft verður tvisvar í viku í íþróttahúsinu að Torfnesi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18.20. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir börn á aldrinum 9-14 ára. Guðni Guðnason mun halda utan um æfingarnar í sumar en hann er mikill reynslubolti í íþróttinni, bæði sem leikmaður og þjálfari. KFÍ hvetur alla áhugasama krakka til að nýta sér sumaræfingar félagsins og kynnast þannig betur þessari skemmtilegu íþrótt. Kostnaði er haldið í lágmarki og er gjaldið fyrir sex vikur einungis 3.000 krónur.

 

Deila