Fréttir

Sumaræfingar yngri flokka að hefjast

Körfubolti | 03.07.2015

Sumaræfingar yngri flokka hefjast næskomandi þriðjudag, 7. júlí. Þær verða tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, milli 17-18. Það eru Nebojsa Knezevic og Gunnlaugur Gunnlaugsson Jr. sem sjá um æfingarnar en þær eru ætlaðar iðkendum sem fæddir eru 2004 og fyrr. Stefnt er að því að halda æfingunum úti fram yfir miðjan ágúst en það mun þó ráðast af aðsókninni.

Undanfarnar vikur hefur stór hópur krakka hist tvisvar í viku í útikörfu á Torfnesi en það var barna- og unglingaráð KFÍ að frumkvæði Árna Heiðars Ívarssonar sem kom því í kring með því að auglýsa ákveðinn tíma fyrir körfuna í facebook hópum yngri flokkanna. Nú sjá krakkarnir sjálfir að mestu um útikörfuna og er þetta skemmtilegur vettvangur fyrir þau til að hittast og halda sér aðeins við í körfunni um leið.

Deila