Fréttir

Sumarið hjá Kkd. Vestra

Körfubolti | 11.06.2017
Landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson heimsóttu eina af sumaræfingum Kkd. Vestra í fyrrasumar.
Landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson heimsóttu eina af sumaræfingum Kkd. Vestra í fyrrasumar.

Á morgun, mánudaginn 12. júní, hefst körfuboltasumar Kkd. Vestra með sumaræfingum fyrir eldri iðkendur og sumarnámskeiði fyrir þá yngstu.

Boðið verður upp á tvö sumarnámskeið fyrir börn fædd 2008-2011 og fara þau fram í íþróttahúsinu Torfnesi. Fyrra námskeiðið hefst á morgun og stendur til 16. júní frá kl. 14.00-15.30 alla daga. Hið seinna verður haldið dagana 14.-18. ágúst kl. 10.30-12.00.

Skráning fer fram hjá Yngva Páli Gunnlaugssyni, yfirþjálfara, á netfangið yngvipall@gmail.com. Námskeiðin kosta hvort um sig 5.000 krónur.

Sumaræfingar eldri flokka verða tvískiptar í sumar: Fyrra tímabilið er frá 12. júní - 14. júlí. Æft er í íþróttahúsinu á Torfnesi á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16-17. Seinna tímabilið hefst 14. ágúst en nánari tímasetningar verða auglýstar síðar.

Kkd. Vestra hvetur alla iðkendur sína til að stunda sumaræfingar eins vel og hægt er því sumarið er einmitt rétti tíminn til að bæta sig í körfubolta. Við bjóðum einnig nýja iðkendur hjartanlega velkomna, jafnt á sumaræfingarnr sem námskeiðin.

Deila