Fréttir

Sumarnámskeið í körfu fyrir þau yngstu

Körfubolti | 13.06.2016

Körfuknattleiksdeild Vestra mun í fyrsta sinn í sumar bjóða uppá sumarnámskeið í körfubolta í íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir yngstu iðkendur félagsins og áhugasama nýliða. Námskeiðin verða tvö og eru ætluð börnum fædd 2007-2010. Þau verða fræðandi og skemmtileg og sniðin jafnt að þörfum byrjenda sem þeirra sem komnir eru með grunn í körfubolta.

Fyrra námskeiðið fer fram dagana 27.júní-1. júlí kl. 13.00-14.30. Hið síðara verður dagana 8.-12. ágúst kl. 13.00-14.30. Námskeiðsgjaldið er 5.000 krónur fyrir hvort námskeið og greiðist í upphafi hvors námskeiðs. Ekki er nauðsynlegt að mæta á bæði námskeiðin. Hinsvegar er NAUÐSYNLEGT AÐ SKRÁ IÐKENDUR. Birna Lárusdóttir, formaður barna- og unglingaráðs, tekur við skráningum á bil@snerpa.is og veitir einnig allar frekari upplýsingar um námskeiðin.

Deila