Fréttir

Sumarnámskeið í körfunni

Körfubolti | 16.06.2019
Fyrra sumarnámskeið Kkd. Vestra 2019 hefst á þriðjudag, 18. júní.
Fyrra sumarnámskeið Kkd. Vestra 2019 hefst á þriðjudag, 18. júní.

Sumardagskrá körfunnar er að komast á fulla ferð eftir vel heppnaðar körfuboltabúðir. Eldri iðkendur hófu sínar æfingar í síðustu viku og nú er komið að fyrra sumarnámskeiðinu hjá yngri iðkendum, fæddir 2009-2012.

Fyrra námskeiðið hefst núna á þriðjudag og verður út vikuna 18.-21. júní, kl 13:00-14:30 á Torfnesi. Gert er ráð fyrir því að æfingar fari fram jafnt innan-sem utandyra, ef veður leyfir. Seinna námskeiðið fer fram um miðjan ágúst og verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.

Námskeiðin eru sniðin jafnt að þörfum byrjenda sem þeirra sem komnir eru með dálítinn grunn í körfu. Hvort námskeið fyrir sig kostar 5.000 krónur og greiðist við upphaf námskeiðs. Skráning og upplýsingar fást hjá Yngva Páli Gunnlaugssyni, yfirþjálfara kkd. Vestra á netfanginu yngvipall@gmail.com

Deila