Fréttir

Takk fyrir helgina

Körfubolti | 06.04.2010 Nú er afstaðin frábær páskahelgi þar sem hátíðin Aldrei Fór Ég Suður var haldin með miklum myndarbrag.  KFÍ lagði hönd á plóginn við að gera þessa hátíð minnisstæða.  Iðkendur, foreldrar iðkenda og félagsmenn unnu við sölu á veitingum og varningi og vill stjórn KFÍ færa öllum þeim sem tóku þátt í vinnunni hinu bestu þakkir fyrir vel unnin störf í nafni KFÍ.  Einnig vill stjórn þakka frumkvöðlum og aðstandendum hátíðarinnar fyrir þá ánægju að fá að taka þátt í þessum merkisviðburði.

KFÍ Kveðja

Stjórn KFÍ

Deila