Fréttir

Tap á Akranesi

Körfubolti | 08.11.2015

Meistaraflokkur karla hélt suður með sjó á föstudaginn og mætti ÍA á Akranesi í 1. deild karla. KFÍ lék ágætlega framan af og leiddi í hálfleik 34-35. Slakur þriðji leikhluti varð þó liðinu að falli og endaði leikurinn á sigri heimamanna 77-64.

Kjartan Steinþórsson var stigahæstur hjá KFÍ með 16 stig en Nebojsa Knesevic kom næstur með 15 stig.

Næsti leikur KFÍ er á föstudaginn á móti Hamar í Hveragerði.

 

Tölfræði leiksins

Deila